Delphin Spa Gentle Clarifier

Lýsing

Litlar agnir eins og húðflögur og frjókorn eru of lítil til að sían nái að grípa þau. Efnið í Gentle Clarifier festir sig við þessar litlu agnir svo sían nær að hremma þau og þannig hreinsar vatnið.

  1. Byrja á að mæla gildin. Oft getur gruggugt vatn stafað af öðrum vandamálum eins og röngu pH gildi eða of litlu klór í pottinum. Ef þau sýna eitthvað athugavert skal leysa það (sjá efni eins og Klór, pH plus, Alkalinity Up og Hardness Up). Ef þessi gildi eru í lagi er næsta skref:
  2. Bæta 50 ml af Gentle Clarifier per 1000 lítra af vatni einu sinni í viku. Ef vatnið verður aftur gruggugt má bæta 100 ml af efninu miðað við 1000 lítra.
  3. Það er mikilvægt að hreinsa síuna eftir notkun á Gentle Clarifier. Sían er þá fjarlægð og skoluð vel þar til allar agnir eru horfnar. Eftir það er hún lögð í bleyti með Spa Filter Cleaner (sjá leiðbeingar á meðfylgjandi hlekk) í a.m.k. 12 tíma. Sían er þá skoluð vel og vandlega áður en hún er sett aftur á sinn stað. (Sumir eiga tvær síur til að þurfa ekki að bíða í þessa tólf tíma.)
  4. Gildin eru síðan mæld áður en potturinn er notaður.

Frekari umhirðuleiðbeiningar og nánari upplýsingar fyrir heita potta má finna í Fræðslupottinum.

3.995 kr.

Availability: Á lager

Vörunúmer 4538001 Flokkar ,