Delphin Spa Pipe Cleaner
Lýsing
Það ætti að skipta um vatn í rafmagnspotti á 3-4 mánaða fresti (eftir því hve mikið og hve margir nota pottinn) og þá er upplagt að nota tækifærið og þvo bæði síu og lagnir. Ef þú vilt hreinsa lagnakerfið í pottinum þá er það gert rétt áður en þú tæmir pottinn af vatni.
Athugið, lagnir sírennslipotta þarf líka að hreinsa.
Leiðbeiningar
- Áður en þú byrjar að þrífa skal passa að vatn sé yfir öllum stútum og fjarlægja síur úr síuhúsinu.
- Bætið 0,5 lítrum af Spa Pipe Cleaner fyrir hverja 1000 lítra af vatni í tóma síuhúsið.
- Keyra skal síðan alla stúta og dælur í 10-15 mínútur.
- Síðan er slökkt á þeim, potturinn tæmdur og skolaður vel.
Ekki hika við að skola inn í stútana að utan ef mögulegt er. - Best er að fylla pottinn einu sinni enn af fersku vatni, keyra þoturnar í smá stund og tæma aftur því það eru alltaf einhverjar leifar af líffilmu eftir í kerfinu.
Síðan má fylla pottinn með nýju baðvatni sem þú „losthöndlar“ (e. shock treat) með Delphin Spa Oxi Booster eða Delphin Spa Shock Support.
Inniheldur 1. líter
Frekari umhirðuleiðbeiningar og nánari upplýsingar fyrir heita potta má finna í Fræðslupottinum.
3.995 kr.
Ekki til á lager
Þyngd | 1 kg |
---|
Vörunúmer 4550001 Flokkur Hreinsivörur