Delphin Spa Oxi Booster

Lýsing

Oxi Booster er einstök blanda af klór og virku súrefni sem er mjög fljótvirkt og hreinsar vatnið hratt og örugglega. Oxi Booster er mest notað í yfirklórun (e. shock treatment) t.d. eftir mikla notkun og við gangsetningu en einnig við langtíma klórun.

Hægt er að nota Oxi Booster í stað annarra klórtegunda fyrir heita potta. Með klórnum færðu öflug sótthreinsandi áhrif í vatnið og síðan hjálpar virka súrefnið við að brjóta niður klóramín (bundið klór) sem myndast þegar klórinn vinnur í vatni.

Leiðbeiningar
  • Fyrir langtíma klórun, bætið við 30 g (6 teskeiðar) af Oxi Booster á 3ja til 6 daga fresti fyrir hverja 1000 lítra af vatni.
    Leysið upp í fötu með vatni fyrst.
  • Ef þú ætlar að yfirklóra vatnið (e. shock treatment) skaltu bæta við 20-30 g (4 – 6 teskeiðar) af Oxi Booster fyrir hverja 1000 lítra af baðvatni.
  • Eftir 10 mín ætti að vera óhætt að nota pottinn en við mælum alltaf með að mæla gildin í vatninu (sjá Delphin mælistrimla).

Inniheldur 1. kíló

Frekari umhirðuleiðbeiningar og nánari upplýsingar fyrir heita potta má finna í Fræðslupottinum.

Vörunúmer 4553001 Flokkur

5.995 kr.

Availability: Á lager

Þyngd1 kg