Delphin Spa klórduft
Lýsing:
Klór í hraðuppleysanlegu duftformi.
Dichlor (stöðugur klór) fyrir stöðuga klórun og yfirklórun (e. shock chlorination).
Leiðbeiningar eftir hverja baðlotu (rafmagns- og hitaveitu):
(Fyrir yfirklórun, sjá neðar)
- 1 teskeið af klórdufti fyrir hverja 1000 lítra af vatni.
- Vatnsrásin er höfð í gangi.
Athugið, ekki loft í stútana, en hafa hringrás í gegnum þá.
- Hægt er að nota pottinn eftir um 10 mín.
Góð regla er að nota Delphin mælistrimla til að mæla klórinnihald áður.
Leiðbeiningar yfirklórun
Mælt er með að yfirklóra 1x í viku eða á 2ja vikna fresti, fer eftir notkun og hve margir kíktu í heimsókn. Einnig er hentugt að yfirklóra þegar þú fyllir með nýju vatni:
- Bæta við 2-3 teskeiðum af klór fyrir hverja 1000 lítra af baðvatni.
- Bíða í 5-6 tíma áður en þú notar pottinn og mæla klórinnihaldið fyrst.
Nánari útskýringar um yfirklórun má finna í Fræðslupottinum.
Nánari lýsing:
Spa Klor eru klórkorn í duftformi sem eru hraðlosandi klórkorn og notuð bæði við stöðuga klórun og yfirklórun.
Þessi tegund af klór, sem er stöðugt klór (svokallað di-chlorine), er frábært til að klóra vatnið í heita pottinum því stöðugi klórinn gefur langvarandi hreinlætisáhrif jafnvel í heitu vatni.
Spa Klor er fyrst og fremst hugsað til notkunar beint eftir notkun en einnig með reglulegu millibili á milli baðtíma til að viðhalda jöfnu klórinnihaldi fyrir hið fullkomna baðvatn!
- Hver tafla er 20 gr.
- Inniheldur 1. kíló
Frekari umhirðuleiðbeiningar og nánari upplýsingar fyrir heita potta má finna í Fræðslupottinum.
3.995 kr.
Availability: Á lager
Þyngd | 1 kg |
---|