Viðhald heitra potta
Það þarf ekki að vera flókið að reka heitan pott en þar skiptir um mestu að viðhaldi sé sinnt reglulega. Þetta á við bæði hitaveitupotta og rafmagnspotta. Það þarf hreinsiefni í alla potta því fita, sviti, húðflögur krem og hárvörur berast í pottinn. Flestir notast við klór eða brómtöflur (sjá neðar).
Síur og lagnir pottsins þarf að hreinsa reglulega, á 3-4 mánaða fresti, fer eftir hve margir svömluðu ofan í honum og hve oft hann var notaður. Í rafmagnspottum er hreinsibúnaðurinn lykilatriði sem þarf að huga að þar sem ekki er sírennsli af vatni og því endurnýjar það sig ekki nema þú sjáir til þess sérstaklega.
Þrífum fyrst kroppinn – síðan í pottinn!
Það er góð regla að allir fari í sturtu áður en farið er ofan í heitan pott því húðfita, óhreinindi, snyrtivörur, hárvörur og sérstaklega hárnæring fara annars í vatnið (namminamm) og fullyrða sumir að þetta auki álag á hreinsibúnaðinn 200falt, sem eykur rekstrarkostnað og styttir endingartíma búnaðarins.
Svo það er kannski bara fín (og einföld) þumalputtaregla?
Við þrífum kroppinn, og SÍÐAN í pottinn!
Skelin
Skelina þarf einnig að þrífa reglulega og sumir mæla með að bóna hana.
Lokið á pottinum
Margir gleyma að þrífa lokið en það getur dregið í sig raka og við vitum öll hvað það þýðir!
Af hverju þarf ferskt vatn í rafmagnspotta?
Mælt er eindregið GEGN því að setja hitaveituvatn í rafmagnspotta. Úrfelling úr hitaveituvatni getur sest inná skelina en einna verst er að það getur sest inn í lagnirnar. Ef það er forhitari í húsinu snýr málið öðruvísi við og þá er óhætt að láta heitt vatn renna beint í rafmagnspottinn.
Sýrustig vatnsins í heita pottinum
Það er mikilvægt að mæla reglulega sýrustig á vatni í rafmagnspottum því gæði vatnsins skiptir miklu máli fyrir húð okkar og heilsu en einnig til að koma í veg fyrir tæringu á tækjunum. Sem betur fer er ekki flókið að mæla slíkt því með mælistrimlum (sjá: Delphin mælistrimla) sem dýft er einfaldlega ofan í vatnið segir liturinn þér til um stöðuna á vatninu í pottinum þínum. Hjá okkur getur þú síðan fengið öll þau bætiefni sem þig vantar til að ná fram réttu sýrustigi. (Sjá: Startpakki Hreina Pottsins)
Eftir hverja notkun
Klórduft/klórtöflur eða brómtöflur eru settar í pottinn eftir notkun. Brómið er fjölvirkt tvíþátta klórfrítt efni og lyktin er daufari en af klórnum. Töflurnar eru lengi að leysast og og eiga alltaf að vera til staðar. Ef notast er við bróm er Spa Shock Support sett eftir notkun. Flestir notast við klórinn ef hægt er, sem er ódýrari kostur.
Af hverju klórduft?
Mælt er með að setja eina skeið af klórdufti út í vatn rafmagnspotta eftir notkun dagsins. Delphin Spa klórinn, sem er stöðugt klór (svokallað di-chlorine), er frábært til að klóra vatnið í heita pottinum því stöðugi klórinn gefur langvarandi hreinlætisáhrif jafnvel í heitu vatni. Klórinn getur þá á meðan potturinn er ekki í notkun unnið á ýmsum óhreinindum. Gott er að keyra kröftuglega vatni í gegnum allar leiðslur, hvort sem það er handvirkt eða með tímastilli. Lyktin ætti að gufa upp að mestu á meðan á þessu stendur (sjá nánar um klórlyktina ógurlegu hér neðar). Klórtöflurnar hafa sömu virkni, eru þægilegri, hægleysanlegar og alltaf til staðar.
Potturinn er svo klár næst þegar þú vilt nota hann!
Klórlyktin ógurlega
Ef það er sterk klórlykt af vatninu þá þýðir það eiginlega að það þurfi meiri klór, merkilegt nokk!
Ef vatnið er hreint, er nefnilega engin lykt af því. Klórinn reynir sitt að drepa óvinsæla gesti í vatninu, en sviti, þvag og efni á húð okkar mynda efnasambönd sem nefið okkar túlkar sem klórlykt, og ef þetta er enn í vatninu þarf að bæta í. Það má gera með klór en langbest er að nota Spa Oxi Booster sem er fljótvirkt efni og vinnur með klórnum sem er fyrir.
(Hitaveitupotta þarf líka að passa. Setja teskeið af klórdufti eftir pottaferð, keyra aðeins kerfið, og potturinn er tilbúinn fyrir næstu ferð (bíða þó a.m.k. 10 mín). Muna bara að nota alltaf Delphin mælistrimla til að athuga gildin.)
Yfirklóra – hvað er nú það?
Mælt er með að „yfirklóra“ (e. shock chlorination) rafmagnspottinn einu sinni til tvisvar á ári. Þannig næst enn betri hreinsun á öllu kerfinu. Þá er sett extra mikið af klórdufti (HAFA SAMBAND? HÆGT AÐ REIKNA? ráðgjafa okkar um magn fyrir þinn rafmagnspott) út í vatnið og kveikt á öllum kerfum sem eru látin vinna sitt verk í góðan tíma. Eftir það er potturinn fylltur með fersku vatni og leikurinn endurtekinn. Öll kerfi látin ganga í góðan tíma, potturinn tæmdur, og leikurinn endurtekinn í þriðja sinn. Potturinn er síðan fylltur aftur og í til þess óskað hitastig.
Ilm í vatnið?
Hægt er að kaupa tilbúna ilmi sem óhætt er að setja í heita pottinn. Ekki er mælt með því að nota olíur beint, því olía er jú óvinur síunnar. Hægt er þó að búa til ilm með því að nota hreinan vodka!
Sjá t.d. Homemade Hot Tub Fragrance (ehow.com)